Dagskrá

Dagskrá vetrarins er ótrúlega spennandi og fjölbreytt; ný og gömul tónlist, spennandi gestir og eitthvað fyrir alla!

Count Basie

Count Basie

21. september, silfurberg

Stórsveit Reykjavíkur endurskapar eina af þekktari plötum stórsveitar Count Basie; Chairman of the Board frá 1959. Frábærar tónsmíðar og útsetningar eftir Frank Foster, Ernie Wilkins, Thad Jones og fleiri. Klassísk big band sveifla eins og hún gerist best! Sigurður Flosason stjórnar.

TelemanN

22. október, silfurberg

Stórsveitin heldur áfram samvinnu við norska hljómsveitarstjórann og útsetjarann Geir Lysne. Hann býður nú upp á dagskrá eigin útsetninga á verkum þýska barokktónskáldsins Georg Philipp Telemann. Hér er á ferðinna afar óvenjuleg og spennandi samtvinnun barokk tónlistar og stórsveitar! Geir Lysne stjórnar.

Jólafjör – ÚtgáfuTÓNleikar

6. desember, norðurljós

Árlegir jólatónleikar Stórsveitarinnar eru að þessu sinni líka útgáfutónleikar nýrrar jólaplötu! Tónleikarnir eru ætlaðir börnum og foreldrum þeirra á öllum aldri. Fullt af skemmtilegum jólalögum sem allir þekkja í nýjum og spriklandi hressum útsetningum Eiríks Rafns Stefánssonar sem einnig stjórnar. Salka Sól syngur ásamt Kór Kársnesskóla undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Jólaballalögin færð í nýja búninga og allir mega syngja með!  

GulLöld SVeiflunNAR

11. JANÚAR, ELDBORG

Stórsveit Reykjavíkur heldur sína árvissu og vinsælu nýárstónleika í Eldborg. Tónleikarnir eru helgaðir swingtímabilinu, 1930–50, þegar stórsveitir réðu ríkjum í tónlistarheiminum og stjórnendur, söngvarar og einleikarar voru poppstjörnur síns tíma. Ný og spennandi efnisskrá á hverju ári úr nótnabókum stórsveita Glenn Miller, Benny Goodman, Duke Ellington, Count Basie, Woody Herman, Tommy Dorsey og fleiri. Einungis eru fluttar upprunalegar útsetningar og ekkert er sparað til að gera þennan atburð sem glæsilegastan. Gestasöngvarar ársins eru þau Hildur Vala Einarsdóttir, Selma Björnsdóttir og Bjarni Arason. Sigurður Flosason stjórnar og kynnir. 

2024–2025

Kjartan Valdemarsson

Öræfi - Tónlist KJARTANS VALDEMARSSONAR

3. Nóvember, Silfurberg

Útgáfutónleikar nýrrar plötu píanóleikarans Kjartans Valdemarssonar og Stórsveitar Reykjavíkur. Platan geymir átta nýleg verk eftir Kjartan sem öll eru skrifuð fyrir sveitina. Tónlistin er tileinkuð náttúru Íslands. Verkin spegla okkar fjölbreytta landslag frá hinu stærsta og hrikalegasta til hins smæsta og fegursta. Platan var tekin upp á vormánuðum. Samúel Jón Samúelsson stjórnar.  

Jólafjör með Sölku Sól

Jólafjör

1. Desember, Silfurberg

Stórsveit Reykjavíkur heldur sína árlegu jólatónleika í Silfurbergi, Hörpu sunnudaginn 1. desember kl 14:00 og 16:00. Tónleikarnir eru ætlaðir börnum og foreldrum þeirra á öllum aldri. Fullt af skemmtilegum jólalögum sem allir þekkja í nýjum og spriklandi hressum útsetningum Eiríks Rafns Stefánssonar sem einnig stjórnar. Salka Sól syngur og Gói kíkir í heimsókn. Kór Kársnesskóla syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Jólaballalögin færð í nýja búninga og allir mega syngja með!  

GullLöld SveiflunNar

5. janúar, Eldborg

Stórsveit Reykjavíkur heldur sína árvissu og vinsælu nýárstónleika „Gullöld sveifunnar“ í Eldborg sunnudaginn 5. janúar kl. 20:00. Tónleikarnir eru helgaðir swingtímabilinu, 1930-50, þegar stórsveitir réðu ríkjum í tónlistarheiminum og stjórnendur, söngvarar og einleikarar voru poppstjörnur síns tíma. Ný og spennandi efnisskrá á hverju ári úr nótnabókum stórsveita Glenn Miller, Benny Goodman, Duke Ellington, Count Basie, Woody Herman, Tommy Dorsey og fleiri. Einungis eru fluttar upprunalegar útsetningar og ekkert er sparað til að gera þennan viðburð sem glæsilegastan. Gestasöngvarar ársins eru Stefanía Svavarsdóttir og Bogomil Font. Sigurður Flosason stjórnar og kynnir.     

Geir Lysne

9. mars, Silfurberg

Normaðurinn Geir Lysne er spennandi tónskáld og einn af eftirsóttustu bigband hljómsveitarstjóra samtímans. Hann starfar reglulega sem stjórnandi útvarpsstórsveitarinnar í Hamburg – NDR hljómsveitarinnar. Sérstakir gestir á tónleikunum verða söngkonan Ragnheiður Gröndal og gítarleikarinn Hilmar Jensson, en Lysne útsetti nokkur verk þeirra fyrir Hamborgarsveitina fyrir nokkrum árum. Einnig verða flutt nokkur instrumental verk eftir Lysne.

StórsveitaMARAÞON

23. MARS, Flói

Árlegt Stórsveitamaraþon fer fram í Flóa, Hörpu, sunnudaginn 23. mars  kl 13:00–17:00. Að vanda býður Stórsveit Reykjavíkur til sín öllum stórsveitum landsins, ungum sem öldnum, nemendum sem atvinnumönnum og leikur hver sveit í u.þ.b. hálfa klukkustund. Dagskrá verður fjölbreytt og skemmtileg og gera má ráð fyrir að flytjendur verði um 150 Maraþonið, sem nú er haldið í 29. sinn, er hluti af uppeldis og kynningarviðleitni Stórsveitar Reykjavíkur. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir, en áhorfendum er frjálst að koma og fara á meðan viðburðurinn stendur yfir.

Bríet og GDRN

Bríet, GDRN og Stórsveit Reykjavíkur

25. apríl, Silfurberg

Stórsveitin býður tveimur af visælustu söngkonum þjóðarinnar til samstarfs, þeim Bríeti og GDRN. Fluttar verða nýjar og spennandi útsetningar af lögum þeirra undir stjórn Ara Braga Kárasonar. Silfurberg, Harpa.

Ný íslensk tónlist

Ný íslensk tónlist

25. MAí, silfurberg

Stórsveit Reykjavíkur frumflytur heila efnisskrá nýrra og spriklandi ferskra verka eftir ólíka innlenda höfunda. Samúel Jón Samúelsson stjórnar.