StarfsáriÐ 2024–2025
Dagskrá vetrarins er ótrúlega spennandi og fjölbreytt; ný og gömul tónlist, spennandi gestir og eitthvað fyrir alla!
Næstu tónleikar
Öræfi - Tónlist KJARTANS VALDEMARSSONAR
3. nóvember, Silfurberg
Útgáfutónleikar nýrrar plötu píanóleikarans Kjartans Valdemarssonar og Stórsveitar Reykjavíkur. Platan geymir átta nýleg verk eftir Kjartan sem öll eru skrifuð fyrir sveitina. Tónlistin er tileinkuð náttúru Íslands. Verkin spegla okkar fjölbreytta landslag frá hinu stærsta og hrikalegasta til hins smæsta og fegursta. Platan var tekin upp á vormánuðum. Samúel Jón Samúelsson stjórnar.
Jólafjör
1. desember, silfurberg
Stórsveit Reykjavíkur heldur sína árlegu jólatónleika í Silfurbergi, Hörpu sunnudaginn 1. desember kl 14:00 og 16:00. Tónleikarnir eru ætlaðir börnum og foreldrum þeirra á öllum aldri. Fullt af skemmtilegum jólalögum sem allir þekkja í nýjum og spriklandi hressum útsetningum Eiríks Rafns Stefánssonar sem einnig stjórnar. Salka Sól syngur og Gói kíkir í heimsókn. Kór Kársnesskóla syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Jólaballalögin færð í nýja búninga og allir mega syngja með!
Síðasta útgáfa
Íslendingur Í Uluwatu hofi
Nýjasta plata Stórsveitar Reykjavíkur er Íslendingur í Uluwatuhofi en hún inniheldur verk fyrir stórsveit eftir Stefán S. Stefánsson, flutt af sveitinni undir stjórn Stefáns. Titillag plötunnar hlaut íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tónverk ársins í jazz og blús flokki 2024. Platan er númer tvö í þríleiknum Íslendingur en áður kom út platan Íslendingur í Alhambrahöll sem hlaut íslensku tónlistarverðlaunin 2015.