StarfsáriÐ 2024–2025

Dagskrá vetrarins er ótrúlega spennandi og fjölbreytt; ný og gömul tónlist, spennandi gestir og eitthvað fyrir alla!

Næstu tónleikar

Geir Lysne

9. mars, Silfurberg

Normaðurinn Geir Lysne er spennandi tónskáld og einn af eftirsóttustu bigband hljómsveitarstjóra samtímans. Hann starfar reglulega sem stjórnandi útvarpsstórsveitarinnar í Hamburg – NDR hljómsveitarinnar. Sérstakir gestir á tónleikunum verða söngkonan Ragnheiður Gröndal og gítarleikarinn Hilmar Jensson, en Lysne útsetti nokkur verk þeirra fyrir Hamborgarsveitina fyrir nokkrum árum. Einnig verða flutt nokkur instrumental verk eftir Lysne.

StórsveitaMARAÞON​

23. MARS, Flói​

Árlegt Stórsveitamaraþon fer fram í Flóa, Hörpu, sunnudaginn 23. mars  kl 13:00–17:00. Að vanda býður Stórsveit Reykjavíkur til sín öllum stórsveitum landsins, ungum sem öldnum, nemendum sem atvinnumönnum og leikur hver sveit í u.þ.b. hálfa klukkustund. Dagskrá verður fjölbreytt og skemmtileg og gera má ráð fyrir að flytjendur verði um 150 Maraþonið, sem nú er haldið í 29. sinn, er hluti af uppeldis og kynningarviðleitni Stórsveitar Reykjavíkur. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir, en áhorfendum er frjálst að koma og fara á meðan viðburðurinn stendur yfir.

StórsvEit ReykjaVíkur í 30 ár

Stiklað á stóru í sögu sveitarinnar

Síðasta útgáfa

ÖræfI

Ný plata píanóleikarans Kjartans Valdemarssonar og Stórsveitar Reykjavíkur. Platan geymir sjö nýleg verk eftir Kjartan sem öll eru skrifuð fyrir sveitina. Tónlistin er tileinkuð náttúru Íslands. Verkin spegla okkar fjölbreytta landslag frá hinu stærsta og hrikalegasta til hins smæsta og fegursta. Platan var tekin upp á vormánuðum. Samúel Jón Samúelsson stjórnar sveitinni.