StarfsáriÐ 2024–2025
Dagskrá vetrarins er ótrúlega spennandi og fjölbreytt; ný og gömul tónlist, spennandi gestir og eitthvað fyrir alla!
Næstu tónleikar
GullLÖLD SVEIFLUNNAR
5. JANÚAR, ELDBORG
Stórsveit Reykjavíkur heldur sína árvissu og vinsælu nýárstónleika „Gullöld sveifunnar“ í Eldborg sunnudaginn 5. janúar kl. 20:00. Tónleikarnir eru helgaðir swingtímabilinu, 1930-50, þegar stórsveitir réðu ríkjum í tónlistarheiminum og stjórnendur, söngvarar og einleikarar voru poppstjörnur síns tíma. Ný og spennandi efnissrká á hverju ári úr nótnabókum stórsveita Glenn Miller, Benny Goodman, Duke Ellington, Count Basie, Woody Herman, Tommy Dorsey og fleiri. Einungis eru fluttar upprunalegar útsetningar og ekkert er sparað til að gera þennan atburð sem glæsilegastan. Gestasöngvarar ársins eru Stefanía Svavarsdóttir og Bogomil Font. Sigurður Flosason stjórnar og kynnir.
Geir Lysne
9. mars, Silfurberg
Normaðurinn Geir Lysne er spennandi tónskáld og einn af eftirsóttustu bigband hljómsveitarstjóra samtímans. Hann starfar reglulega sem stjórnandi útvarpsstórsveitarinnar í Hamburg – NDR hljómsveitarinnar. Sérstakir gestir á tónleikunum verða söngkonan Ragnheiður Gröndal og gítarleikarinn Hilmar Jensson, en Lysne útsetti nokkur verk þeirra fyrir Hamborgarsveitina fyrir nokkrum árum. Einnig verða flutt nokkur instrumental verk eftir Lysne.
Síðasta útgáfa
ÖræfI
Ný plata píanóleikarans Kjartans Valdemarssonar og Stórsveitar Reykjavíkur. Platan geymir sjö nýleg verk eftir Kjartan sem öll eru skrifuð fyrir sveitina. Tónlistin er tileinkuð náttúru Íslands. Verkin spegla okkar fjölbreytta landslag frá hinu stærsta og hrikalegasta til hins smæsta og fegursta. Platan var tekin upp á vormánuðum. Samúel Jón Samúelsson stjórnar sveitinni.