StarfsáriÐ 2025–2026
Dagskrá vetrarins er ótrúlega spennandi og fjölbreytt; ný og gömul tónlist, spennandi gestir og eitthvað fyrir alla!
Næstu tónleikar

TelemanN
22. október, silfurberg
Stórsveitin heldur áfram samvinnu við norska hljómsveitarstjórann og útsetjarann Geir Lysne. Hann býður nú upp á dagskrá eigin útsetninga á verkum þýska barokktónskáldsins Georg Philipp Telemann. Hér er á ferðinna afar óvenjuleg og spennandi samtvinnun barokk tónlistar og stórsveitar! Geir Lysne stjórnar.
Síðasta útgáfa

ÖræfI
Ný plata píanóleikarans Kjartans Valdemarssonar og Stórsveitar Reykjavíkur. Platan geymir sjö nýleg verk eftir Kjartan sem öll eru skrifuð fyrir sveitina. Tónlistin er tileinkuð náttúru Íslands. Verkin spegla okkar fjölbreytta landslag frá hinu stærsta og hrikalegasta til hins smæsta og fegursta. Platan var tekin upp á vormánuðum. Samúel Jón Samúelsson stjórnar sveitinni.