Stórsveitin býður tveimur af visælustu söngkonum þjóðarinnar til samstarfs, þeim Bríeti og GDRN. Fluttar verða nýjar og spennandi útsetningar af lögum þeirra undir stjórn Ara Braga Kárasonar. Silfurberg, Harpa.
Ný plata píanóleikarans Kjartans Valdemarssonar og Stórsveitar Reykjavíkur. Platan geymir sjö nýleg verk eftir Kjartan sem öll eru skrifuð fyrir sveitina. Tónlistin er tileinkuð náttúru Íslands. Verkin spegla okkar fjölbreytta landslag frá hinu stærsta og hrikalegasta til hins smæsta og fegursta. Platan var tekin upp á vormánuðum. Samúel Jón Samúelsson stjórnar sveitinni.